Fólksbíll, sem stolið var við Engjaveg á Selfossi síðastliðinn laugardag, fannst sama dag í Reykjavík.
Par sem grunað var um stuldinn var handtekið og flutt á Selfoss en bíða þurfti með yfirheyrslu þar til daginn eftir þar sem fólkið var óviðræðuhæft vegna vímu þegar það var handtekið.
Í dagbók lögreglunnar kemur fram að eitthvað tjón hafi orðið á bifreiðinni.