Þjónusta Strætó skert á landsbyggðinni vegna COVID-19

Strætisvagnar á biðstöðinni í Fossnesti á Selfossi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Frá og með þriðjudeginum 14. apríl mun þjónusta hjá Strætó á landsbyggðinni skerðast tímabundið vegna COVID-19 faraldursins.

Farþegum almenningsvagna á landsbyggðinni hefur fækkað um 75% yfir síðustu vikur og neyðist Vegagerðin því til þess að draga úr akstri.

 „Við munum áfram sjá til þess að halda uppi almenningssamgöngum á landsbyggðinni eins og kostur er. Hins vegar eru aðstæður afar óvenjulegar. Farþegum hefur fækkað verulega á flestum leiðum, og því ekki annað hægt en að bregðast við með ákveðnum skerðingum,“ segir Sólveig Jóhanna Guðmundsdóttir forstöðumaður almenningssamgöngudeildar Vegagerðarinnar.

Suðurland

Leið 51: Reykjavík – Höfn í Hornafirði
  • Leiðin verður ekin skv. laugardagsáætlun alla daga á meðan að skerðingin er í gildi.
  • Ferðirnar milli Víkur í Mýrdal og Hafnar í Hornafirði verða aðeins eknar á þriðjudögum, föstudögum og sunnudögum.
Leið 52: Reykjavík – Landeyjahöfn
  • Leiðin verður ekin skv. laugardagsáætlun alla daga á meðan skerðingin er í gildi.
Leið 71: Þorlákshöfn – Hveragerði
  • Engin þjónusta á leiðinni á meðan skerðingin er í gildi.
Leið 72: Selfoss – Reykholt – Flúðir
  • Engin þjónusta á leiðinni á meðan skerðingin er í gildi.
Leið 73: Selfoss – Flúðir – Reykholt – Laugarvatn
  • Leiðin verður ekin skv. laugardagsáætlun alla daga á meðan skerðingin er í gildi..
Leið 75: Selfoss – Stokkseyri – Eyrarbakki
  • Leiðin verður ekin skv. laugardagsáætlun alla daga nema sunnudaga á meðan skerðingin er í gildi.
Fyrri greinSandvíkurtjaldurinn er lentur
Næsta greinSkákfélag Selfoss og nágrennis Norðurlandameistari í netskák