
Sveitarfélagið Árborg og Björgunarfélag Árborgar hafa endurnýjað þjónustusamning sinn til eins árs.
Um er að ræða samning sem felur í sér verkefni sem björgunarfélagið tekur að sér, svosem umsjón með sjómannadeginum á Stokkseyri, aðstoð við viðburði á 17. júní og Vori í Árborg auk þess sem félagið sér um áramótabrennu og flugeldasýningar í kringum áramót.
Einnig sinnir björgunarfélagið viðhaldi á jólaljósum við Ölfusárbrú.
Sveitarfélagið styrkir svo félagið áfram með rekstrarstyrk sem og styrk til eflingar ungmennastarfi.