Þjótandi annast gatnagerð í Kjarröldu

Ólafur Einarsson, Þjótanda og Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri Rangárþings ytra þegar skrifað var undir samning um gatnagerð í Kjarröldu. Ljósmynd/ry.is

Nýjasta gatan í Ölduhverfinu á Hellu verður Kjarralda, en nýlega voru lóðir þar auglýstar lausar til umsóknar.

Samið hefur verið við Þjótanda ehf um gatnagerð í Kjarröldu og eru framkvæmdir að hefjast og reiknað með að þeim verði lokið fyrir 30. nóvember næstkomandi.

Við Kjarröldu er gert ráð fyrir par- og raðhúsum og einbýlishúsi en reiknað er með að lóðum við Kjarröldu verði úthlutað á næsta fundi byggðarráðs í lok október. Umsóknir um lóðir fara fram í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins.

Fyrri greinGlæsilegur hópur á Guitarrama Bjössa Thor
Næsta greinÞrenn umhverfisverðlaun í Rangárþingi eystra