Þjótandi ehf hefur hafið lagningu 24kV rafstrengs fyrir RARIK frá Geldingafelli á Bláfellshálsi að Kerlingafjöllum og Hveravöllum.
Verkefnið var kynnt í byrjun sumars undir heitinu „Orkuskipti á Kili“. Um er að ræða jarðstreng sem liggur um 58 km leið að Hveravöllum, að mestu meðfram Kjalvegi, og um 9 km frá Kjalvegi að Kerlingafjöllum, samtals 67 km. Samhliða strenglögninni verður plægður niður ljósleiðari.
Þjótandi var lægstbjóðandi með tilboð upp á 74,9 milljónir króna. Ingileifur Jónsson bauð 75 milljónir, Austfirskir verktakar hf 96,8 milljónir og Línuborun 113,8 milljónir króna.