Þjótandi með eina tilboðið

Höfuðstöðvar Landgræðslunnar í Gunnarsholti. Ljósmynd / Mats Wibe Lund

Þjótandi ehf átti eina tilboðið í endurbætur Rangárvallavegar sem vinna á að í sumar.

Tilboð Þjótanda hljóðaði upp á 46,4 milljónir króna og var 7,6% yfir áætluðum verktakakostnaði Vegagerðarinnar sem var 43,1 milljón króna.

Um er að ræða endurmótun á Rangárvallavegi frá Gunnarsholti að Hróarslæk og á verkinu að vera lokið þann 15. september næstkomandi.

Fyrri greinVel heppnaðar Frjálsíþróttasumarbúðir á Selfossi
Næsta greinMissti meðvitund í sundlauginni á Flúðum