Þjótandi ehf á Hellu átti lægra tilboðið í endurnýjun Árbæjarvegar í Rangárþingi ytra sem vinna á að í sumar. Bæði tilboðinu voru vel yfir áætluðum verktakakostnaði Vegagerðarinnar.
Tilboð Þjótanda hljóðaði upp á rúmar 146 milljónir króna og var 26,5% hærra en áætlanir Vegagerðarinnar sem reiknuðu 115,5 milljónir króna til verksins. Vörubifreiðastjórafélagið Mjölnir á Selfossi sendi einnig inn tilboð, upp á tæpar 155,7 milljónir króna.
Verkið felur í sér uppbyggingu, breikkun og klæðningu á 3,2 km kafla nærri Árbakka að afleggjara að Bjallavegi við Austvaðsholt. Verkinu á að vera lokið þann 15. september næstkomandi.