Þoka eign ehf í Ásholti í Laugarási bauð lægst í grasslátt og hirðingu á Eyrarbakka og Stokkseyri í sumar.
Tilboð Þoku eignar hljóðaði upp á tæpar 9,9 milljónir króna.
Um er að ræða grasslátt og hirðingu á tilgreindum svæðum á Eyrarbakka og Stokkseyri ásamt flutningi á grasi á gámasvæði sveitarfélagsins.
Sláttusvæðin sem um ræðir skiptast í þrjú umhirðustig með mismunandi sláttutíðni en stærstur hluti verksins, 77.296 fermetrar skulu slegnir vikulega.
Fjórir verktakar buðu í verkið og voru tilboðin öll undir kostnaðaráætlun. JR gröfur ehf buðu 10,2 milljónir króna, Lynggarðar ehf 11,2 milljónir króna og Garðlist ehf 11,6 milljónir króna.
Kostnaðaráætlunin hljóðaði upp á 12 milljónir króna.