Á ellefta tímanum í morgun barst beiðni um aðstoð frá smábát sem hafði misst vélarafl undan Kötlutanga, rétt undan Víkur í Mýrdal. Áhöfn björgunarskips Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Þórs í Vestmannaeyjum var boðuð út til aðstoðar.
Þór lagði úr höfn í Vestmannaeyjum um ellefuleitið, og setti stefnu til austurs, fulla ferð. Hinn vélarvana bát rak undan hægum vindi. Þórvar fljótur á vettvang, með ganghraða hátt í 30 sjómílur, og sjólag var gott.
Um einum og hálfum klukkutíma eftir að Þór lagði úr höfn var hann kominn að bátnum. Dráttartaug var komið frá Þór í bátinn, og haldið af stað til hafnar í Vestmannaeyjum. Þangað er áætluð koma seinni partinn í dag eða undir kvöld. Einn maður er um borð í smábátnum.