Þórdís Sif Sigurðardóttir hefur verið ráðin bæjarritari og sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs hjá Sveitarfélaginu Árborg. Hún hefur störf hjá sveitarfélaginu í júní.
Þórdís Sif er með BSc próf í viðskiptalögfræði og meistarapróf í lögfræði.
Hún hefur langa og víðtæka reynslu af því að starfa við stjórnsýslu sveitarfélaga, hún starfaði í sjö ár sem bæjarritari og sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs Ísafjarðarbæjar ásamt því að hafa starfað sem sveitarstjóri Borgarbyggðar og nú síðast sveitarstjóri Vesturbyggðar.