Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur ákveðið að skipa Þorstein Hjartarson, Önnu Tryggvadóttur og Árna Jón Árnason í þrjú embætti skrifstofustjóra í mennta- og barnamálaráðuneytinu samkvæmt nýju skipulagi, til fimm ára.
Þorsteinn hefur starfað hjá Sveitarfélaginu Árborg í rúman áratug, síðast sem sviðsstjóri fjölskyldusviðs sveitarfélagsins. Hann er skipaður í embætti skrifstofustjóra ráðuneytisins á skrifstofu stefnumótunar og innleiðingar.
Þorsteinn er með M.Ed. gráðu í stjórnun menntastofnana frá Kennaraháskóla Íslands og íþróttakennarapróf frá Íþróttakennaraskóla Íslands. Auk þess hefur hann stundað nám við Idrætshøjskolen i Sønderborg og á félagsvísindasviði Háskóla Íslands. Þorsteinn var m.a. skólastjóri Fellaskóla 2000–2007, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Breiðholts 2007–2011, fræðslustjóri Árborgar 2011–2019 og hefur verið sviðsstjóri fjölskyldusviðs Árborgar frá árinu 2019.