Vegagerðin er búin að loka Sandskeiði og Þrengslavegi vegna veðurs. Hellisheiðin hefur ekki verið opin í dag og hún verður ekki opnuð í kvöld.
Þungfært er á Mosfellsheiði en krapi er ansi víða, s.s. á Kjalarnesi og á Reykjanesbraut. Vegagerðin bendir á Suðurstrandarveginn sem hjáleið en hann er greiðfær.
UPPFÆRT KL. 22:00 Staðan á Hellisheiði og Þrengslum verður tekin í fyrramálið.