Búið er að opna Þrengslaveg og Hellisheiði en vegunum var lokað vegna veðurs um klukkan 14 í dag.
Þrengslin og Sandskeiðið voru opnuð á áttunda tímanum í kvöld og voru þá bílaraðir á báðum endum veganna, bæði í Ölfusinu og Reykjavík. Heimildarmaður sunnlenska.is í höfuðborginni skaut á að um 300 bílar hafi beðið þeim megin við fjallið.
Hellisheiði var síðan opnuð laust fyrir klukkan 21 í kvöld en þar töfðu fastir bílar í Skíðaskálabrekkunni fyrir því að hægt væri að opna.
UPPFÆRT KL. 20:58