Þrettán í einangrun á Suðurlandi

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þrettán einstaklingar eru í einangrun á Suðurlandi í dag vegna COVID-19, flestir á Selfossi.

Alls eru 6 í einangrun á Selfossi og þar í bæ eru einnig 83 í sóttkví en samtals eru 92 í sóttkví á Suðurlandi. Enn eru fimm í einangrun í Mýrdalnum. Þetta kemur fram í daglegum tölum frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Þá eru 94 einstaklingur í skimunarsóttkví á Suðurlandi eftir að hafa farið í skimun á landamærunum.

Í gær greindust tólf kórónuveirusmit innanlands og voru tveir utan sóttkvíar en þetta kemur fram á covid.is.

Fyrri greinEkki smit í Vallaskóla
Næsta greinAtli Ævar framlengir