Lögreglan á Suðurlandi kærði þrettán ökumenn í síðustu viku fyrir að aka of hratt.
Af þeim voru fimm á vegarköflum þar sem leyfður hámarkshraði er 70 km/klst en hinir átta á vegum þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km/klst. Tíu þessara hraðakstursmála voru á svæðinu í kring um Vík og Kirkjubæjarklaustur.
Þá kærði lögreglan þrjá ökumenn fyrir að nota farsíma sinn án handfrjáls búnaðar við akstur bifreiða sinna.