Ákveðið hefur verið að aflýsa blysför og brennu á þrettándanum á Selfossi. Flugeldasýningin mun fara fram en vegna óhagstæðrar veðurspár hefur henni verið frestað til klukkan 20 á laugardag.
Þrátt fyrir að þrettándagleðin á Selfossi verði með óhefðbundnu sniði annað árið í röð býður Ungmennafélag Selfoss upp á glæsilega flugeldasýningu í góðu samstarfi við Sveitarfélagið Árborg og Björgunarfélag Árborgar.
Sýningunni verður skotið á loft af Fjallinu eina við íþróttavöllinn á Selfossi. Þar sem flugeldasýningarnar eiga að sjást vel á stóru svæði er gengið út frá að fólk njóti sýningarinnar heiman frá sér eða úr bílum sínum til að allra sóttvarna sé gætt.