Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun sem gildir fyrir Suðurland, þá þriðju á þremur dögum. Þessi gildir frá klukkan 13 og fram að miðnætti á föstudag.
Búist er við suðvestan 15-23 m/sek og dimmum éljum, með skafrenningi og takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum.
Afmarkaðar samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar, einkum undir Eyjafjöllum eða á Hellisheiði.
Fyrir unnendur gulra viðvarana er minnt á að sú næsta tekur gildi klukkan 22 í kvöld og fram til 6 í fyrramálið vegna asahláku.