Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þriggja bíla árekstur varð á gatnamótum Suðurlandsvegar og Þórsmerkurvegar á öðrum tímanum í dag.

Þar rákust saman smárúta og tveir fólksbílar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi voru samtals sextán manns í bílunum þremur og voru þrír fluttir til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Tildrög slyssins eru til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi.

Fyrri grein„Ætli ég verði ekki svona viku að jafna mig“
Næsta grein„Fagnaðarefni að sjá þetta loks verða að veruleika“