Lögreglustjórinn á Suðurlandi fór í gær fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir þremur karlmönnum vegna rannsóknar á máli er varðar meinta frelsissviptingu, fjárkúgun og manndráp þann 10. mars síðastliðinn.
Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði í gærkvöldi að mennirnir skyldu allir þrír sæta gæsluvarðhaldi næstu fjórar vikur á grundvelli almannahagsmuna.
Rannsókn málsins miðar vel og hefur lögreglan á Suðurlandi eins og áður hefur komið fram notið aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, embættis héraðssaksóknara og embættis ríkislögreglustjóra við hana.