Þrír garðar í Ölfusi verðlaunaðir

Lyngberg 3. Ljósmynd/Ölfus.is

Umhverfisnefnd Ölfuss hefur verðlaunað þrjá garða í sveitarfélaginu fyrir fegurð og snyrtimennsku.

Þetta eru Eyjahraun 11 í Þorlákshöfn, eigendur Jóhanna Margrét Hjartardóttir og Ragnar Matthías Sigurðsson, Lyngberg 3 í Þorlákshöfn, eigendur Ólafía Helga Þórðardóttir og Brynjar Birgisson og Hlöðutún í Árbæjarhverfi, eigendur Arna Kristín Hjaltadóttir og Kjartan Þ. Ólafsson.

Garðarnir verða til sýnis laugardaginn 8. ágúst á milli kl. 13 og 16. Það er margt að sjá og margar hugmyndir munu örugglega kvikna en í öllum þeim görðum sem verða til sýnis má finna ýmislegt sem gleður auga og yljar hjarta.

Eyjahraun 11
Hlöðutún
Fyrri greinFáir á tjaldsvæðum í nótt
Næsta greinTombólan í Grímsnesi fellur niður í fyrsta skipti í 94 ár