Þrír eru í einangrun vegna COVID-19 á Suðurlandi og átta manns eru í sóttkví.
Einn er í einangrun á Selfossi, einn í dreifbýli Árborgar og einn í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í tölum frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Þá eru 148 manns í sóttkví á Suðurlandi eftir skimun á landamærum.
Fjórir greindust með COVID-19 innanlands í gær og voru allir í sóttkví, að því að fram kemur á covid.is.
Samkvæmt COVID-19 viðvörunarkerfinu er alvarlegt ástand um allt land, en kerfið hefur ekki verið uppfært síðan 7. desember í fyrra.