Síðastliðinn fimmtudag handtóku lögreglumenn á Suðurlandi þrjá erlenda einstaklinga á tveimur stöðum í Árnessýslu grunaða um framleiðslu fíkniefna.
Daginn eftir úrskurðaði Héraðsdómur Suðurlands hina handteknu í gæsluvarðhald til 12. apríl næstkomandi í þágu rannsóknar málsins.
Tveir hinna handteknu kærðu úrskurð héraðsdóms til Landsréttar sem nú hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð beggja aðila.
Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að málið sé á frumstigi rannsóknar og mun lögregla ekki gefa frekari upplýsingar um gang þess að sinni.