Þrír kærðir fyrir hélaðar rúður

Lögreglan í Vík. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Síðustu daga hafa verið frostnætur á Suðurlandi og rúður bifreiða því verið hélaðar.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að ökumenn þurfi að huga vel að því að skafa vel af rúðum áður en lagt af stað, til að tryggja útsýni við akstur.

Síðustu daga hefur lögreglan stöðvað og kært þrjá ökumenn fyrir akstur með héluðum rúðum. Sektin hljóðar upp á 20 þúsund krónur.

Fyrri greinÁ meiri ferðinni á Mýrdalssandi
Næsta greinVetrarstarf Karlakórs Selfoss að hefjast