Þrír úrskurðaðir í gæsluvarðhald

Í Héraðsdómi Suðurlands. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Héraðsdómur Suðurlands hefur í dag, að kröfu lögreglustjórans á Suðurlandi, úrskurðað þrjá aðila til að sæta gæsluvarðahaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna, allt til miðvikudagsins 19. mars næstkomandi.

Þeir eru allir grunaðir um aðild að frelsissviptingu, fjárkúgun og manndrápi sem lögreglan á Suðurlandi hefur haft til rannsóknar frá því seint á mánudagskvöld.

Alls hafa átta aðilar verið handteknir í tengslum við rannsókn málsins en fimm verið látnir lausir úr haldi lögreglu.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi kemur fram að rannsóknin haldi áfram af fullum þunga og ekki verði veittar frekari upplýsingar að svo stöddu. Rannsókninni miði vel en hún er umfangsmikil og hefur lögreglan á Suðurlandi meðal annars notið aðstoðar lögregluembættanna á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Ríkislögreglustjóra og embættis héraðssaksóknara.

Fyrri greinFannst þungt haldinn í Gufunesi
Næsta greinÓtrúlegur lokakafli á Selfossi