Það var hátíðlegt í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi að morgni þjóðhátíðardagsins þegar þrjátíu nýir slökkviliðsmenn útskrifuðust úr slökkviliðsnámi og fara nú á útkallsskrá sem hlutastarfandi slökkviliðsmenn hjá Brunavörnum Árnessýslu.
Undanfarið ár hafa þau sótt nám í fræðunum og eru nú tilbúin til þess að takast á við þau krefjandi störf sem bíða þeirra á þessum vettvangi.
Að útskriftarathöfninni lokinni var haldin fjölsótt björgunarsýning við Björgunarmiðstöðina þar sem slökkvilið, lögregla, sjúkraflutningar og björgunarsveitin sýndu björgun úr brennandi byggingu og hvernig þessir aðilar starfa saman á slíkum vettvangi.
