Þung staða hefur verið á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi síðastliðna viku þar sem að Covid-19, nóróveirusýking og RS-veiran hafa m.a. verið að berast í sjúklinga.
Morgunblaðið greinir frá þessu.
Átta sjúklingar voru í einangrun í byrjun mánaðar og þurfti að setja á tímabundið heimsóknarbann til að takmarka útbreiðslu smita. Þá hafa veikindi meðal starfsmanna einnig sett strik í reikninginn.
„Ástandið er búið að vera ansi slæmt uppi á lyflækningadeildinni á Selfossi. Við erum búin að vera með marga í einangrun,“ segir Díana Óskarsdóttir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, í samtali við mbl.is.