Þyrla flutti einn á sjúkrahús

Ljósmynd/Landsbjörg

Neyðarlínan fékk tilkynningu á fjórða tímanum í gær um slys við Hvítárvatn, vestan við Kjalveg, þar sem buggybíll hafði oltið.

Talsverður viðbúnaður var vegna slyssins en ásamt lögreglu voru sjúkraflutningamenn, þyrla Landhelgisgæslunnar, björgunarsveitir og vettvangsliðar í uppsveitum Árnessýslu kallaðir til.

Einn slasaður einstaklingur var fluttur með þyrlu á Landspítala í Fossvogi.

Fyrri greinSelfoss fékk skell í Vesturbænum
Næsta greinÁ meiri ferðinni á Mýrdalssandi