Þyrla sótti konu með opið beinbrot

Ljósmynd/Landsbjörg

Um 14:30 í dag barst björgunarsveitum á Suðurlandi útkall vegna ökklabrotinnar konu við göngubrú í Langadal í Þórmörk.

Björgunarsveitarmenn sem staddir voru í Þórsmörk hlúðu í fyrstu að konunni, sem var með opið beinbrot.

Björgunarsveitir úr Rangárþingi fluttu sjúkraflutningamenn inn í Þórsmörk og í framhaldinu var konan undirbúin fyrir flutning með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Aðgerðum viðbragðsaðila lauk kl. 16:20.

Fyrri greinFyrsta vatnshelda tónlistarhátíðin
Næsta greinStokkseyringar fóru illa með nágranna sína