Þyrla sótti veika konu á Núpsheiði

Þyrlan kemur inn til lendingar á Núpsheiði. Ljósmynd/Rúnar Gunnarsson

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í nótt til að sækja konu sem veiktist þar sem hún var í hestaferð með hópi fólks á Núpsheiði undir Eyjafjöllum.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi barst fyrsta hjálparbeiðnin frá hópnum laust fyrir miðnætti og um hálf eitt var kallað eftir aðstoð björgunarsveita.

Björgunarsveitarfólk og sjúkraflutningamenn fóru gangandi á staðinn og þegar upp var komið mátu þeir ástand konunnar þannig að réttast væri að kalla eftir þyrlu.

Þyrlan lenti svo við Landspítalann í Fossvogi laust fyrir fjögur í nótt.

RÚV greinir frá þessu

Fyrri greinEva María Íslandsmeistari í hástökki
Næsta greinFjórhjólaslys við Geysi