Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út eftir hádegi vegna veikrar rjúpnaskyttu. Jafnframt var óskað eftir aðstoð áhafnar þyrlu Landhelgisgæslunnar.
mbl.is greinir frá þessu.
Þyrlan fór í loftið í Reykjavík klukkan rúmlega tvö og var komin á vettvang klukkan 15:10 en maðurinn var staddur vestur af Kirkjubæjarklaustri, fjarri þjóðvegum.
Þyrlan lenti með sjúklinginn við Landspítalann í Fossvogi skömmu fyrir klukkan 16.