Vegna ófærðar annaðist þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sjúkraflug frá Hveragerði til Reykjavíkur í dag.
TF-EIR lenti á hringtorginu við Hveragerði þar sem sjúklingurinn var tekinn um borð og hann síðan fluttur á Landspítalann. Hjálparsveit skáta í Hveragerði aðstoðaði við flutninginn innanbæjar í Hveragerði.
Hellisheiðin hefur verið lokuð frá því klukkan 1:30 í nótt og Þrengslunum og Suðurstrandarvegi var lokað í morgun.