Ekkert bar til tíðinda á skjálftavakt Veðurstofu Íslands í nótt. Enginn órói er nú á mælum og jarðskjálftar mjög fáir og litlir.
Sigþrúður Ármannsdóttir, landfræðingur, sagði í samtali við mbl.is að flest bendi til að óróinn í Kötluöskjunni sé að fjara út. Hún segir þó ekki hægt að útilokað að hann taki sig upp að nýju og þess vegna verði áfram fylgst vel með þróun mála í og við jökulinn.
Þrír jarðskjálftar greindust í Mýrdalsjökli í nótt, þar af tveir innan Kötluöskjunnar. Sigþrúður segir að þeir hafi allir verið litlir og átt upp tök ofarlega í jarðskorpunni.