Gríðarlega mikill munur var á tilboðum sem bárust í hitaveitulögn Vaðnes – Borg 3. áfangi sem opnuð voru í lok ágúst.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á síðasta fundi sínum að semja við lægstbjóðanda, Sigurð Karl Jónsson og hefur falið sveitarstjóra að undirrita samninginn.
Tilboð Sigurðar Karls hljóðaði upp á rúmar 22,8 milljónir króna en kostnaðaráætlun verksins var rúmar 49,8 milljónir króna. Lægsta tilboðið er því er ekki nema 45% af kostnaðaráætlun.
Önnur tilboð í verkið voru frá Gröfutækni ehf. 27,2 milljónir, Sigurjóni Hjartarsyni 29,1 milljón, Steinbergi 30,0 milljónir, Suðurtaki ehf. 31,6 milljónir, BD-vélum 35,9 milljónir, Vatnsklæðningu ehf. 38,5 milljónir, RBG Verktökum 39,2 milljónir, Vélgröfunni ehf. 49,7 og Görpum ehf. kr. 78,3 milljónir..