Tilboð verða opnuð 26. ágúst

Landsvirkjun bauð fyrir skömmu út byggingahluta Búðarhálsvirkjunar sem er nánast öll byggingamannvirki við virkjunina.

Ekki er gert ráð fyrir fleiri stórum útboðum á Suðurlandi í ár samkvæmt þeim upplýsingum sem fengust frá Landsvirkjun.

Að sögn Söru Lindar Jónsdóttur, upplýsingafullrúa Landsvirkjunar, getur fyrirtækið ekki gefið upp heildarupphæðina við útboð Búðarhálsvirkjunar á þessari stundu þar sem kostnaðaráætlun hefur ekki verið gerð opinber, en hún verður það við opnun tilboða 26. ágúst nk.

Um 60 % af heildarkostnaði Búðarhásvirkjunar er vegna byggingahlutanna. Ekki liggur enn fyrir hvort fjármögnun verður erlend eða innlend.

Fyrri greinOddvitinn bænheyrður
Næsta grein„Þetta var eins og í ævintýri“