Tilbúin til samstarfs við önnur sveitarfélög

Sveitarstjórn Rangárþings eystra þykir miður að slitnað hafi uppúr samstarfi Árborgar við sunnlensk sveitarfélög um starfsemi Skólaskrifstofu Suðurlands.

Í bókun sem samþykkt var á síðasta sveitarstjórnarfundi lýsir sveitarstjórn sig reiðubúna til þess að halda áfram samstarfi við önnur sveitarfélög á Suðurlandi um áframhaldandi samvinnu og samstarf ef samkomulag tekst um slíka starfsemi.

Fyrri greinVöllurinn á Hvolsvelli verður „SS völlurinn“
Næsta greinEnn ekið á Nesjavallaæðina – vegurinn lokaður