Tilkynning frá Sjóðnum góða í Árnessýslu

Skrifstofa Rauða krossins á Selfossi. Ljósmynd/ja.is

Tekið verður við umsóknum um styrki úr Sjóðnum góða í húsnæði Rauða krossins að Eyravegi 23 á Selfossi. Athugið að um nýja staðsetningu er að ræða.

Umsóknardagar eru miðvikudaginn 27. nóvember frá kl. 10-12, fimmtudaginn 28. nóvember frá kl. 11-14 og þriðjudaginn 3. desember frá kl. 16-18.

Mikilvægt er að umsækjendur hafi eftirfarandi gögn meðferðis: Allar tekjur október eða nóvember. (Vinnulaun, tekjur frá Tryggingastofnun, fæðingarorlof, atvinnuleysisbætur.) Öll útgjöld október eða nóvember. (Leiga, afborganir lána og húsnæðis, rafmagn/hiti, útgjöld vegna barna, tryggingar o.fl.)

Úthlutunardagar eru fimmtudaginn 19. desember frá kl. 11-14 og föstudaginn 20. desember frá kl. 15-17. Vinsamlegast virðið þessar dagsetningar.

Fyrri greinÞórir styður áfram við bakið á handboltanum
Næsta greinMinni þrýstingur á Rangárveitum vegna vinnu í Kaldárholti