Tilkynnt um laus hross við vegi

Lögreglan á Selfossi fékk fimm tilkynningar um laus hross á eða við vegi í sýslunni í síðustu viku.

Í öllum tilfellum, ef eigandi er ekki þekktur og þegar á leið á vettvang, er haft samband við viðkomandi sveitarfélag og þaðan fenginn maður til að leysa málið.

Í einhverjum tilfellum hafa lögreglumenn þó komið viðkomandi hrossi í næsta lausa hólf enda veruleg hætta sem steðjar að lausum hrossum verði þau fyrir bíl. Sama á við um ökumenn og farþega þeirra bíla sem lenda á hrossum.

Þá Í tveimur tilfellum hafði verið ekið á lömb og þau drepist við áreksturinn.

Fyrri greinÖkuréttindin afturkölluð á staðnum
Næsta greinBuster þefaði uppi kannabisræktun