Tillaga um sameiningu Ásahrepps, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps var samþykkt í Rangárþingi eystra.
Já sögðu 498 eða 50,9% en nei sögðu 455 eða 46,6%. Tillagan var því samþykkt í Rangárþingi eystra.
Auðir seðlar og ógildir voru 24, eða 2,5%.
Á kjörskrá voru 1.306 einstaklingar, samtals greiddu 977 atkvæði eða 74,8% af þeim sem voru á kjörskrá.