Tillögur um stækkun HSu á Selfossi lagðar fram

Kynntar hafa verið tillögur að stækkun og endurbótum á húsnæði Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi.

Þær fela meðal annars í sér að byggð verði þriðja hæðin ofan á eldri hluta núverandi húsnæðis og gjörbreyting verði á bráðamóttöku stofnunarinnar og skammtímavistun.

Stærsta breytingin felst að líkinum í að sjúkrarýmin verða áfram 30 en áhersla lögð á nútímakröfur um einbýli og snyrtingu. Þá verða byggð stigahús, tæknirými og geymslur. Alls verða nýbyggingar um 1.900 fermetrar.

Nákvæmt kostnaðarmat á tillögunni liggur ekki fyrir en gróflega áætlað mun breytingin kosta um 1.100 milljónir króna. Magnús Skúlason framkvæmdastjóri HSu segir að um þrjú ár taki að klára verkefnið ef það fær framgöngu innan kerfisins.

Nánar í Sunnlenska fréttablaðinu PANTA ÁSKRIFT

Fyrri greinTvö hringtorg breyta aðkomu að Reykholti
Næsta greinVill sleppa áramótabrennunni og halda brennsluofninum