Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hyggst semja við fyrirtækið Alvarr ehf um borun tilraunarholu til að finna vatn í varmadælu til upphitunar á skóla- og íþróttamannvirkjum í Vík í Mýrdal.
Sveitarstjórn ákvað í ágúst að ráðast í endurbætur á hitakerfi skóla- og íþróttamannvirkjum í Vík. Í framhaldi var leitað til Sveins Áka Sverrissonar hjá Verkfræðistofunni VSB sem sá um hönnun hitakerfisins og Friðfinns Daníelssonar hjá fyrirtækinu Alvarr ehf. sem hefur sérhæft sig í borunum og verkfræðiþjónustu því tengdu og þeir beðnir að gera tillögu um aðgerðir til að tryggja nægjanlegan hita í þessum mannvirkjum.
Gert er ráð fyrir að boruð verði 80 til 100 metra djúp og í hana sótt 8 til 9 gráðu heitt vatn og notað til þessa. Verður hún boruð í nágrenni Víkurskóla og er áætlaður kostnaður við borun og dælu til að kanna afköst holunnar um 7,5 til 8 milljónir króna.
Skili sú borhola tilætluðum árangri verði ráðist kaup á varmadælu og tilheyrandi búnaði en sá kostnaður er áætlaður um 26,5 milljónir króna.