Þúsundir gesta fylgdust með hinni árlegu heimsmeistarakeppni í traktorstorfæru í Torfdal á Flúðum í dag.
Tilþrifin voru mögnuð þar sem sjö keppendur á sex traktorum spreyttu sig í torfærubrautinni við Litlu-Laxá með tilheyrandi drulluspóli og sundferðum í djúpum hyljum.
Eftir að hafa andað að sér ómældu magni af svörtum útblástursreyk fengu áhorfendur síðan óvæntan glaðning þar sem tveir torfæruökumenn fleyttu bílum sínum eftir brautinni.
Mikill mannfjöldi er á Flúðum um versló í fínu veðri, sól og hita og nokkuð stífri norðaustanátt.