Umhverfisstofnun tók þá ákvörðun þann 19. maí síðastliðinn að takmarka tímabundið umferð um Dyrhólaey vegna fuglavarps í eynni.
Á tímabilinu 21. maí til 25. júní næstkomandi milli kl. 09:00 og 19:00, verður umferð almennings einvörðungu heimil um Lágey og Háey eftir merktum göngustígum og akvegum.
Á kvöldin er friðlandið lokað á næturnar frá klukkan 19:00 til klukkan 09:00. Lokunin er vegna fuglavarps í eynni, ekki síst æðarfugls.
Frá klukkan 09:00 þann 25. júní 2015 verður friðlandið opið allan sólarhringinn.