Ytri og Eystri Rangá sitja á toppi listans yfir aflahæstu laxveiðiár landsins en veiði í ánum er nú komin yfir tíu þúsund laxa.
Ytri-Rangá og vesturbakki Hólsár eru á toppnum með 5.271 lax. Ágætis gangur hefur verið í Ytri-Rangá síðustu daga en daglega eru koma milli 50 og 60 laxar á land á dag. Enn sést til lúsugs lax á neðsta svæðinu.
Eystri-Rangá kemur skammt á eftir þeirri ytri mðe 5.230 laxa en þær systur tróna hátt yfir öðrum laxveiðiám á landinu.