Tíu frambjóðendur skiluðu inn meðmælalistum í suðurkjördæmi í dag. Kjörstjórn tekur áfram við listum frambjóðenda þar til framboðsfrestur rennur út í næstu viku.
Karli Gauti Hjaltason, oddviti yfirkjörstjórnar suðurkjördæmis, staðfestir í samtali við mbl.is að tíu hafi skilað inn listum í kjördæminu.
Þau tíu sem skiluðu inn gögnum voru Guðni Th. Jóhannesson, Davíð Oddsson, Andri Snær Magnason, Halla Tómasdóttir, Elísabet Jökulsdóttir, Sturla Jónsson, Ástþór Magnússon, Hildur Þórðardóttir, Guðrún Margrét Pálsdóttir og Magnús Ingberg Jónsson.