Tíu bjóða sig fram í prófkjöri sjálfstæðismanna í Rangárþingi ytra sem fram fer á laugardaginn. Þrír sitjandi hreppsnefndarmenn bjóða sig fram en D-listinn hefur fjóra menn í hreppsnefnd og hreinan meirihluta.
Eftirtaldir eru í framboði: Sigurbjartur Pálsson, bóndi í Skarði í Þykkvabæ, Þorgils Torfi Jónsson, framkvæmdastjóri á Hellu, Anna María Kristjánsdóttir, bóndi á Helluvaði, Gísli Stefánsson, framkvæmdastjóri á Hellu, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, bæjarstjóri í Grundarfirði, Ingvar P. Guðbjörnsson, kynningarfulltrúi í Kornbrekkum, Katrín Ó. Sigurðardóttir, ferðamálafræðingur á Skeiðvöllum í Holtum, Lovísa B. Sigurðardóttir, stuðningsfulltrúi á Hellu, Ómar Diðriksson, hársnyrtimeistari á Hellu og Sigríður Th. Kristinsdóttir, kennari, Minni-Völlum í Landsveit.
Kynningarfundur með frambjóðendum verður í Árhúsum á Hellu kl. 20 í kvöld.