Tíu manns í einangrun á Suðurlandi

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Í dag eru tíu manns í einangrun á Suðurlandi vegna COVID-19. Talan er óbreytt frá því fyrir helgi.

Talsvert hefur fjölgað í sóttkví yfir helgina en nú eru fjórtán í sóttkví á Suðurlandi, þar af tíu í Þorlákshöfn.

Þar að auki eru 30 í sóttkví á Suðurlandi eftir skimun á landamærum. Þetta kemur fram í tölum frá HSU.

Á upplýsingafundi Almannavarna í morgun var kynnt nýtt viðvörunarkerfi þar sem hvert lögregluembætti fær litakóða miðað við ástand svæðisins.

Í dag er allt Ísland rautt, sem er alvarlegt ástand. Hvað Suðurland varðar þá segir covid.is að smit séu útbreidd um nánast allt umdæmið. Álag á viðbragðsaðila og heilbrigðiskerfi er þolanlegt. Fólk er beðið að halda sig sem mest til hlés og bíða með stærri fjölskylduhittinga og forðast aðrar fjöldasamkomur.

Í gær greindust sjö kórónuveirusmit innanlands og voru allir í sóttkví, eftir því sem fram kemur á covid.is.

Fyrri greinAllar verslanir Krónunnar Svansvottaðar
Næsta greinGæsahúðarflutningur hjá Miðtúnssystrum