Tíu milljónir króna til Þorlákshafnar

Heppinn miðaeigandi var einn með allar tölur réttar í Lottóútdrætti kvöldsins og fær hann rétt tæpar 10 milljónir króna í sinn hlut. Miðinn var keyptur í Skálanum í Þorlákshöfn.

Lottótölur kvöldsins voru 5-6-7-8-32 og bónustalan var 18. Miðahafinn heppni fær 9.873.430 í sinn hlut.

Þrír skiptu með sér bónusvinningnum og sjö voru með 2. vinning í Jókernum og var einn þeirra miða, með vinning upp á 125 þúsund krónur seldur í Olís á Selfossi.

Þetta er aðra helgina í röð sem milljónavinningur fer á Suðurlandið en um síðustu helgi komu tæplega 17,5 milljónir á miða í Shellskálanum í Hveragerði.

Fyrri greinAlvarlegt umferðarslys undir Eyjafjöllum
Næsta greinHamar/Þór flaug áfram en Selfoss úr leik