Tíu sækja um varðstjórastöðu

Tíu sóttu um stöðu varðstjóra sjúkraflutninga sem Heilbrigðisstofnun Suðurlands auglýsti nýverið laust til umsóknar. Staðan verður veitt frá og með 1. september næstkomandi.

Varðstjóri mun stýra einni af fjórum sjúkraflutningavöktum á Selfossi og bera faglega og starfsmannalega ábyrgð á þeirri vakt ásamt stjórnun ýmissa verkefna sem honum eru falin.

Nöfn umsækjendanna eru:
Ármann Höskuldsson, lögreglu- og sjúkraflutningamaður
Bergur Már Sigurðsson, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður
Gunnlaugur Þór Kristjánsson, slökkviliðs og sjúkraflutningamaður
Hermann Marinó Maggýjarson, bifreiðasmiður, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður
Rafal Marcin Figlarski, verkamaður, sjúkraflutningamaður
Ragnar Guðmundsson, sjúkraflutningamaður
Sigurður Halldórsson, lögreglumaður/varðstjóri
Stefán Pétursson, skipstjóri, sjúkraflutningamaður
Steinar Rafn Garðarsson, slökkviliðsmaður
Viðar Arason, sjúkraflutningamaður

Fyrri greinDjassað undir fjöllunum um helgina
Næsta greinRangárnar komnar yfir 700 laxa