Björgunarsveitir voru kallaðar út að tjaldsvæðinu í Þakgili á Höfðabrekkuafrétti í morgun til að aðstoða hóp ferðamanna sem hafði fest bíla sína á leið frá svæðinu.
RÚV greinir frá þessu og hefur eftir Helgu Ólafsdóttur, rekstraraðila í Þakgili, að hún hafi aldrei lent í öðru eins, en um tíu sentimetra nýfallinn snjór sé á svæðinu.
Á annan tug gesta eru á svæðinu en Helga segir lítið annað að gera en að bíða þess að snjórinn bráðni, og á hún ekki von á öðru en það gerist þegar líður á daginn.