Tíu einstaklingar sóttu um stöðu forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands en frá 1. október munu Heilbrigðisstofnanir Suðausturlands, Suðurlands og Vestmannaeyja verða sameinaðar í Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Nöfn umsækjendanna tíu voru birt á vef Velferðarráðuneytisins í dag. Þeir eru:
Bjarni Kr. Grímsson, verkefnastjóri
Drífa Sigfúsdóttir, fv. rekstrarstjóri
Elís Jónsson, rekstrarstjóri
Guðlaug Einarsdóttir, verkefnastjóri
Guðmundur Sævar Sævarsson, hjúkrunardeildarstjóri
Hafsteinn Sæmundsson, forstjóri
Harpa Böðvarsdóttir, sviðsstjóri
Herdís Gunnarsdóttir, verkefnastjóri
Valbjörn Steingrímsson, forstjóri
Þröstur Óskarsson, forstjóri
Umsóknarfrestur rann út 1. ágúst og ráðið er í stöðurnar frá 1. október.